Selíak sjúkdómurinn (Celiac disease, coeliaki, celiaki, cøliaki) er krónískur þarmasjúkdómur og lýsir sér þannig að slímhúð smáþarmanna skaðast og bólgnar af völdum glútens. Glúten er prótein sem á uppruna sinn í hveiti-, bygg- og rúgkorni. Meðferðin við selíak sjúkdómnum er 100% glútenlaust fæði ævilangt.