Samtökin fengu styrk

Selíak- og glútenóþolssamtökin fengu á dögunum eina milljón króna í styrk frá Heilbrigðisráðuneytinu.
Við erum ótrúlega þakklát, styrkur á borð við þennan er forsenda þess að samtök á borð við okkar geta starfað. Við erum jafnframt æsispennt að byrja á nýjum verkefnum!
Það sem er á dagskrá samtakanna næsta árið er að sækja ráðstefnu um selíak og glútenóþol í Minsk í Hvíta Rússlandi, dreifa bæklingum um selíak og glútenóþol á heilsugæslur, til meltingafæralækna o.fl, og byrja á öðrum verkefnum sem við segjum betur frá síðar. Eins ætlum við að halda áfram að vinna í því að fræða almenning um selíak sjúkdóm og glútenóþol og vinna að hagsmunum þeirra sem af þessu þjást.