Ostakaka

1 pk af gf hafrakexi (t.d. Semper) mulið

5 msk sykur og 100 gr mjúkt smjör blandað saman við kexið og þrýst í lausbotna form.

1 pk sítrónuhlaup leyst upp í 1 bl af sjóðandi vatni og kælt 

500 gr rjómaostur og 1 tsk vanillusykur (eða 1 tsk gf vanilludropar) og ½ bl sykur hrært saman

Hlaupinu blandað vel saman við

Síðan er 1 pela af þeyttum rjóma blandað varlega saman við

Hellt yfir kexbotninn

Kælt og látið stífna í ísskáp

Tekið varlega úr forminu, sett á disk og skreytt með ávöxtum/berjum eftir smekk