Gerbollur

2 ½ dl sýrður rjómi 

2 ½ dl volgt vatn

2 msk husk

100 gr brætt smjör

600 gr ljós mjölblanda (meira ef þörf er á) (hér var notað Semper)

1 pk þurrger

1 tsk vínsteinslyftiduft

1 ½ dl sykur

½ tsk salt

1 egg til penslunar

 

Volgt vatn, ger, husk, sýrður rjómi og brætt smjör er hrært saman og látið bíða í ca mínútu.

Mjöl (geyma 50 gr), sykur og lyftiduft sett í hrærivélarskál og blandað saman.

Vökvanum hrært í mjölið og hnoðað saman. Þetta verður klístrað deig. Látið bíða í klukkustund á volgum stað. Plastfilma eða rakur klútur sett yfir skálina.

Deigið sett á mjölstráð borð. Afgangsmjölinu hnoðað saman við. Rúllað út í tvær lengjur sem hvor um sig er skorin í 8 bita. Bollur mótaðar, settar á plötu með bökunarpappír. Látnar hefast í 30 mínútur. Ofninn er stilltur á 210 gráður. Penslaðar með hrærðu eggi og bakaðar í miðjum ofni  í ca 12-15 mínútur. Kældar á grind áður en þær eru fylltar.