Fræhrökkbrauð

1 dl sólblómafræ

1 dl graskersfræ

1 dl hörfræ

1 dl sesamfræ

1 dl gf hafrar

3 ½ dl gf mjöl

1 ½ dl olía

2 dl vatn

2 tsk salt

Blandað saman.  

FB_IMG_1571736589346

plata klædd með bökunarpappír og helmingnum af deiginu hellt á og flatt út með því að setja aðra örk af pappír yfir og nota kökukefli og fingurna til að fá sem jafnast lag á plötuna. 

Það sama gert við hinn helming deigsins.

Skorið í þá stærð sem þið viljið.

Bakað í 10-15 mín við 200 gráður eða þar til kexið er orðið stökkt.

Geymt í loftþéttu boxi.