Heitur brauðréttur

Skorpulausar glútenfríar brauðsneiðar rifnar/skornar í bita og raðað í botn á eldföstu fati

250 gr sveppasmurostur

1 dl aspas

200 gr skinka

Rifinn ostur

Smurostur bræddur í potti við vægan hita. Þynnt með aspassafanum. Aspas og skinka brytjað og sett  saman við. Hellt yfir brauðið. Rifinn ostur settur yfir og bakað við 200 gráður þangað til osturinn fer að brúnast.