Laufabrauð

  • 700 gr Semper mjöl
  • 300 gr hrísgrjónaísmjöl
  • 50 gr smjörlíki
  • 7 dl mjólk
  • 2 msk sykur
  • 2 tsk lyftiduft (gf)
  • 2 tsk salt
  • 28 gr kúmen, má sleppa

Uppskriftin er gerð á sama hátt og venjulegt laufabrauð. Kúmen, smjörlíki og mjólk eru hituð saman í potti og suðan rétt látin koma upp. Potturinn er tekinn af hitanum og látið standa í um 3 mín. Blandan þarf að vera heit þegar henni er hrært saman við restina af innihaldsefnunum.

Ef þið viljið fá bragt af kúmeni, en ekki hafa það í brauðinu þarf að sigta það úr mjólkinni eftir að hún hefur verið hituð.

Þurrefnunum er blandað saman, en hluti af sempermjölinu haldið eftir til að strá yfir kökurnar þegar þær eru flattar út. Heitri mjólkurblöndunni er hrært saman við, annað hvort í höndunum eða í stuttum tíma í hrærivél (krókurinn notaður). Deigið verður seigt ef það er unnið of mikið. Deigið er látið hvíla í plastpoka og haldið volgu með því að vefja viskustykki utan um það. Svo er smá klípa tekin af deiginu, flat út í köku, hún skorin og steikt eins og venjulegt laufabrauð.