
Þegar maður á barn með selíak eða önnur fæðuofnæmi og er ekki snillingur í eldhúsinu, geta dagar eins og bolludagurinn orðið erfiðir. Einn bolludaginn kom svo að því að ég masteraði glúten og mjólkurlausar vatsdeigsbollur! Upp úr því hefur þessi dagur bara verið gleði 🙂 – Anna Kolbrún
Hér koma tvær einfaldar uppskriftir af glútenlausum vatnsdeigsbollum. Gleðilegan bolludag!
Uppskrift:
- 124 gr smjörlíki (Í ár ætla ég að prófa eitthvað hollara eins og kókosolíu)
- 2,5 dl kalt vatn
- 125 gr glútenlaust fínt hveiti frá Finax
- 1 tsk exanthan gum
- 4 egg
Aðferð:
Bræðið smjörlíki í potti, bætið köldu vatni saman við og þar næst glútenlausu hveiti og exanthan gum.
Kælið deigið (ég set það bara í ískápinn)
Þar næst hrærið þið eggin saman við deigið. Búið til bollur og bakið í miðjum ofni við 180-190° hita.
Meðlæti:
mjólkurlaus rjómi:
- 1 dós SantaMaria kókosmjólk & 1 tsk vannillusykur
Aðferð:
Aðskilið vökvan frá þykku mjólkinni og þeyttið í hrærivél ásamt vanillusykrinum.
Bræðið næst súkkulaði og setjið á bollurnar.
Glútenlausar Vatnsdeigsbollur. Önnur góð uppskrift
100 g smjör (smjörlíki)
2 dl vatn
2 msk sykur (má sleppa)
120 g glútenlaust mjöl
3 stór egg (eða 4 lítil)
Sjóðið vatn, smjör og sykur saman í potti.
Bætið hveitinu út í og hrærið vel þar til deigið er laust frá sleif og potti, takið pottinn af hellunni og kælið í nokkrar mínútur.
Þeytið eggin saman og bætið þeim smám saman út í deigið, hrærið vel á milli með rafmagnsþeytara eða í hrærivél. Deigið má ekki vera of lint.
Látið deigið á bökunarplötu með tveimur skeiðum.
Bakið bollurnar í 25 – 30 mínútur við 200 gráður. EKKI opna ofninn fyrstu 15-20 mínúturnar af bökunartímanum.
Fyllið t.d. með sultu og rjóma, ís, eða Royal búðingi. Setjið súkkulaði yfir.