Samtökin fá styrk frá Velferðaráðuneytinu

Selíak-og glútenóþolssamtök Íslands fengu í dag úthlutað veglegan styrk frá Velferðaráðuneytinu. Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur öll. Næst á dagskrá er áframhaldandi samstarf við Evrópsku selíak samtökin og ráðstefna í Danmörku. Svo auðvitað áframhaldandi vitundarvakning á Íslandi um selíak. Stjórnin þakkar fyrir stuðninginn. Kær kveðja, Anna Kolbrún.