Glútenfrí gulrótarkaka

2 dl bókhveitimjöl

2 dl maísmjöl

1 tsk vínsteinslyftiduft

1 tsk matarsódi

2 tsk kanill

1 tsk múskat

2 dl hrásykur

4 meðalstórar gulrætur rifnar

1 dl hnetur í bitum

börkur og safi af hálfri appelsínu

 

Öllu skellt í hrærivélarskál og hrært í 1-2 mín

Bakað í djúpu, lausbotna kökumóti við 175 gráður í 50 mín

Krem

200gr rjómaostur

Safi úr hálfri appelsínu

¼ dl rjómi

¼ tsk vanillusykur

Hrært saman og sett yfir kökuna